Category:Tiltekt

From Bemar Wiki
Jump to: navigation, search

Tiltekt, henda rusli og stækka pósthólf

Gott er að eyða því sem má td. myndasendingum og öðru í inbox og sent (hægt að láta forritið flokka eftir stærð til að finna stærstu póstana).

Það eru margir möguleikar ef þér finnst þú þurfa stærra pósthólf. Þú getur kannað hjá Bemar hvort þú eigir inni stækkun fyrir pósthólfið og eða keypt stækkun "1.000MB stækkun kostar ekki nema 9.500kr og 2.000MB 15.000 á ári (verð án vsk)".

Eins getur verið góður kostur að geyma afrit af eldri póst á þinni vél, þá mælum við með destktop forriti td. Mozilla Thunderbird forriti sem getur verið góður kostur fyrir þá sem vilja eiga afrit af öllum póst langt aftur í tímann. Til að gera þetta á markvissan hátt getur þú stillt í forritinu hversu langan tíma póstþjóninn hjá Bemar á að geyma afrit af póstinum, til að eiga öryggisafrit annars staðar en á tölvunni þinni getur þú stillt forritið þannig að þú geymir td. 3 vikur (eða hvað sem hentar eftir umfáni pósts) á póstþjóninum en átt allan póst á þinni vél.

Fyrir þá sem þurfa nánast óendanleg geymslumagn og telja áðurnefndar lausnir ekki henta bjóðum við 30GB geymslipláss í samvinnu við Google, er þinn póstur þá tengdur við Google apps for work pósthólf.